Tilveran í dag!

Komiði sæl! 

Ætla að koma með smá fréttir svona í lok sumars, enda mikið búið að gerast og lífið bara engan veginn eins!

Ég fór til spákonu í byrjun sumars einhverntímann og hún sagði mér hitt og þetta, og þetta er allt að rætast smátt og smátt Tounge

Ég er ss flutt upp í Breiðholt til hans Gaua, og mér líður einsog mömmu hans þessa dagana, enda þarf ég að klæða hann, mata hann og baða hann (djók) en hann er handleggsbrotinn á báðum, þýðir ekkert að segja við þessa karlmenn að mótorhjól og krossarar séu hættulegir, þeir hlusta ekkert! Wink En hann er ss með eðluna (krókodílinn hana Bellu) og svo kem ég með Trítlu og fiska, ég gef þessu viku hehe, Trítla mín verður búin að éta bellu ef ég þekki hana rétt! Verðum semsagt með dýragarð frammi í stofu Smile 

  Svo er ég að minnka við mig vinnu þessa dagana, það er víst nóg annað að gera líka! En er strax komin með hugmyndir um aukavinnu haha, það er erfitt líf að vera vinnualki í dag!

En jæja, nóg um það .. Ég fór í smá ferðalag í lok sumars, ásamt Ólöfu, það gáfulegasta sem við höfum gert lengi! Vorum í nokkra daga og þetta var einsog að vera á heilsuhæli, barasta nýjar manneskjur! En á meðan á þessari dvöl minni stóð fékk ég hugmynd, þar sem ég eyði u.þ.b 20 minútum á dag í að mála ofan í augabrúnirnar á mér ákvað ég að fara í tattoo!! Hún móðir mín varaði mig nú við þessu en þar sem ég er ekki vön að hlusta á hana ákvað ég barað skella mér, og jesús kristur péturson, ég er strax byrjuð að gúggla "eyebrow tattoo removal" í hvert skipti sem ég fer í tölvuna! Reyndar er ég bara á leveli 1, það eru 2 skipti eftir og ég á eftir að ákveða þykktina, mamma sagði soldið fyndið við mig, hehe Smile Ég gæti verið á svona forvarnaplaggati fyrir unglinga, ég er með 4 tattoo sem ég þoli ekki, sílíkon sem ég hata, (margar íslenskar stelpur sem kannast við það!) og núna augabrúnatattoo!!  hahaha ... en neinei þetta venst Wink Mynd seinna!

Hafiði það gott krúttin mín,

Ykkar Þórunn Sylvía

 

_MG_6773

Ps. fyrir tískufíkla vil ég benda á ofsalega sniðuga heimasíðu sem ég kíki oft inn á, algjör snillingur þessi stelpa, www.trend-land.blogspot.com

                                          

 

Ps. Ég átti mér víst tvífara í eyjum þetta árið! Nema að hún er með flottari hatt! Dem haha ... Við ákváðum sem betur fer að fara ekki á þjóðhátíð þetta árið, vinum og vandamönnum til mikillar gleði! ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha flottari hatt?? really??

Sif :) (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 15:25

2 Smámynd: Þórunn Sylvía Óskarsdóttir

hahaha hennar er með voða flottu mynstri! ;)

Þórunn Sylvía Óskarsdóttir, 16.8.2009 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband