Jah, þetta hefði ég nú getað sagt ykkur!

Vísindamenn segja bara einn megrunarkúr virka: Borðaðu mikið, lítið, mikið, lítið...

Vísindamenn segja að nýjar rannsóknir sýni að eini megrunarkúrinn sem virki sé svo einfaldur að hrein furða sé að menn hafi ekki áttað sig á honum fyrr.  Hann felst einfaldlega í því að borða helming að því sem þú borðar venjulega annan daginn, og mikið daginn eftir. Þetta sé svo endurtekið eins lengi og þörf krefur - og þetta virki því svokölluð „mjónu-gen“ fara í gang við slíkt mataræði.

Eins og allir þeir sem einhvern tímann hafa farið í megrunarkúr eða aðhald kannast við, er fátt leiðinlegra en að telja kalóríur eða vigta mat í samræmi við matardagbók. Sérstaklega ef það virkar svo bara alls ekki.

En nú segja vísindamenn að loksins sé komin fram kúr sem ekki aðeins er sáraeinfaldur heldur virki hann - og að auki virðist hann minnka áhrif asma, lækki blóðsykur, minnki líkur á hjartasjúkdomum og brjóstakrabbameini svo eitthvað sem talið.

Kúrinn gengur undir ýmsum nöfnun - Víxldagakúrinn, Langlífiskúrinn og Skiptikúrinn svo nokkur dæmi séu tekin - en hann er alltaf jafn einfaldur.

Borðaðu mjög lítið einn daginn, helming af því sem venjulega borðar, og eins og mikið og þú vilt daginn eftir. Endurtakið fyrri daginn, endurtakið síðar daginn. Endurtakið eins lengi og menn vilja.

Þetta virðist virkja svokallað mjónu-gen sem hvetur líkamann til að brenna fitu.

Vísindamenn áttuðu sig fyrst á kostum þess að borða minna af kalóríum á fjórða áratug síðustu aldar. Þeir sáu að tilraunadýr sem voru stöðugt á slíkum megrúnarkúr lifðu að meðaltali 30% lengur en þau tilraunadýr sem borðuðu hefðbundið.

Dýrin reyndust vera með betra æðakerfi, færri sýkingar, betra blóðsykursmagn og líkur á skemmdun heilasellum voru mun minni. Og sjúkdómum sem tengdust elli fækkaði til muna.

En það er varla mannlegt að fara í gegnum ævina á slíku mataræði og því er slíkur megrunarkúr ekki ásættanleg lausn.

Dr. Mark Mattson, bandarískur taugalæknir, uppgötvaði svo árið 2003 að tilraunarottur sem settar voru á Víxldagakúr, það er að segja, borðuðu helmingi minna annan hvern dag, fengu allt það besta úr kalóríusnauða mataræði.

Sem sagt; það þarf ekki að svelta sig á hverjum degi til að grennast.

Þetta reyndist marka vatnaskil því nú var megrunarkúr sem raunhæft var að fara í og hafði að auki jákvæð áhrif á heilsuna komin fram.

Dr. James Johnson, höfundur bókar um Víxldagakúrinn, segir að þetta sé sáraeinfalt. Um leið og þyngdaraukning eigi sér stað er nóg að fara á kúrinn í nokkrar vikur og kílóin fjúki af.

Lesa má frekar um þetta merkilega fyrirbæri HÉR.

 


*Ég vinn annan hvern dag og hef gert lengi, þegar ég er í vinnunni borða ég venjulega mjög mikið en frekar lítið þegar ég er ekki að vinna, (ekkert of dugleg við að elda!) og ég bara fitna ekki sama hvað!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband