19.12.2009 | 13:10
Ho ho ho!
Jæja kæru vinir!
Ég fékk smá veruleikasjokk í gær þegar ég fattaði hvaða dagur var, og aðfangadagur í næstu viku! sjitt..
Ég er semsagt ekki búin að versla allar jólagjafirnar, og er að vinna alla helgina og alla næstu viku, líka á aðfangadagskvöld.. En við bara eldum hér saman í vinnunni og höfum það kósý einsog í fyrra
Annars er barasta ágætt að frétta, við Gaui erum loksins búin að koma okkur alveg fyrir, og það er ekki tómlegt hjá okkur lengur Bella er með sitt herbergi úti á svölum, og þurrkarinn kominn upp úr bílskúrnum og allt haha.. Ég er meiraðsegja búin að setja upp seríur Svo er allaf planið hjá okkur Söndru að baka smákökur en við virðumst aldrei hafa tíma í það, ætli við bökum ekki bara nýárskökur í staðinn
Og ég er orðin hálf ljóshærð! Það er miklu bjartara yfir mér núna
En svo er ég komin í aukavinnu á daginn, var alveg að rotna, engum hollt að vera í fríi alla daga! Var að breytast í iðjuleysingja hehe
Annars hlakka ég bara ofsalega til að það sé að koma nýtt ár, með nýjum áherslum og markmiðum Það er ofsalega gott að skrifa markmiðalista um hver áramót, þá geturu alltaf séð hvort þú ert á réttri braut..
En hafiði það gott dúllur, og gleðileg jólin
Ykkar Þórunn Sylvía
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.