20.12.2009 | 10:13
Fuglar á Hringbraut!
Nú ætla ég að koma með smá dæmisögu.
Ég sit hér í vinnunni minni, yndislegu sambýli á Hringbrautinni, nema hvað að hér eru allir svo góðir í sér og mega ekkert aumt sjá, hvorki íbúar né starfsfólk.
Við erum með fugla í fæði hér flest alla daga og forstöðukonan kom meiraðsegja í kastljósinu um daginn því það voru glöggir fréttamenn sem keyrðu framhjá og tóku eftir stórum fuglahópi fyrir framan.. Þeir borða rúsínur, epli og brauð af handriðinu og stéttinni af bestu list, og nú eru litlu þrestirnir orðnir svo feitir að þeir eru bara ekkert svo litlir lengur
En ef maður venur sig á að vera góður við einhvern verður hann á endanum frekur, og það er alveg eins með fuglana.
Í morgun rölti einn fuglinn í rólegheitunum inn og stóð í ganginum og gargaði. Ég tók kúst og ætlaði að reyna að fá hann út með því að jugga honum, en hann flaug um allt húsið og ég og íbúar hér reyndum allt sem við gátum til að fá greyið út, hann hróflaði við styttum og gargaði og flaug útum allt á 2 hæðum.
Það endaði með því að ég hringdi í lögregluna, og ég get sagt það með góðri samvisku að lögreglan hefur aldrei verið svona fljót á svæðið þegar ég hef hringt, útaf hinu og þessu, og það útaf fugli! En það er annað mál.. Þeir komu hérna tveir og leituðu og leituðu með kústi og laki, en þá var fuglinn auðvitað horfinn, og þeir héldu að við værum að gera at í sér og fóru haha .. Týpískt.
En hér eftir ætla ég bara að gefa fuglunum smá að borða, ég nenni ekki að standa í þessu aftur, og aldrei hér fyrir framan heldur bara á B.S.Í Þeir eru að gera mig vitlausa með garginu as we speak haha..
Ég ætla að fara og hella upp á kaffi handa okkur, allir uppgefnir svona á sunnudagsmorgni Eigiði góða viku!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.